Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Valur Ingimundarson

Margt var jafnan á huldu um samskipti Íslands og Bandaríkjanna á árunum eftir síðari heimsstyrjöld. Hér skyggnist Valur Ingimundarson undir yfirborðið og varpar nýju ljósi á sögu þessara ára þegar kalda stríðið var í algleymingi og afstaðan til heimsveldanna í austri og vestri klauf þjóðina í fylkingar.

Meðal þess sem fjallað er um eru áform Bandaríkjamanna að koma fyrir kjarnorkuvopnum hér á landi og áætlanir þeirra um það hvernig hertaka skyldi landið ef nauðsyn krefði. Greint er frá aðdragandanum að inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið, gerð varnarsamnings við Bandaríkin og stefnubreytingu vinstri stjórnarinnar í hermálinu.