Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Emer O’Toole

Að vera kona er að stórum hluta gjörningur – hvernig við klæðumst og breytum líkama okkar, hvað við segjum, hlutverkin sem við leikum og hvernig við lögum okkur að væntingum.

Staðalmyndir kynjanna eru enn inngrónar í samfélag okkar en Emer O’Toole hefur ákveðið að endurrita þetta gamla handrit og beygja reglur kyngervisins. Með því að rannsaka hvað það þýðir að „haga sér eins og stelpa“ fer Emer með okkur í bráðfyndna ferð um líf sitt (þar með talið þegar hún söng „Látum strákana sjá krikana,“ í sjónvarpinu eftir að hafa leyft líkamshári sínu að vaxa) sem vekur lesandann til umhugsunar. Klæðskipti, rassasveiflur, kynferðisleg klúður, fjölskyldumáltíðir og vaxmeðferðir á öllum líkamshlutum er meðal þess sem krufið er nostursamlega í leit að þekkingu.

Eins og stelpa gjörbreytir því hvernig við hugsum um kynin.

Dr. Emer O’Toole er írskur leikhúsfræðingur sem hefur verið pistlahöfundur hjá The Guardian um árabil og kennir leikhúsfræði við Concordia Háskólann í Montreal í Kanada. Ingunn Snædal þýddi.

800 kr.
Afhending