Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Clare Dickens

Þegar ljósið slokknar, eftir Clare Dickens, er áhrifamikil baráttusaga sonar og móður. Í bókinni segir frá Titus Dickens sem greindist sextán ára gamall með geðhvörf. Í hönd fóru erfið ár en Clare móðir hans gafst aldrei upp í glímunni við sjúkdóminn og kerfið. Fjölskyldan bjó á Íslandi um nokkurra ára skeið og síðar stóð til að Titus kæmi til meðferðar og endurhæfingar á Íslandi. Áður en af því gat orðið varð sjúkdómurinn honum ofviða eins og rakið er í þessari sögu mæðginanna þar sem þau lýsa bæði baráttu sinni.

Ólafur Stephensen þýddi bókina.

Clare Dickens fæddist í Glasgow í Skotlandi. Hún ólst upp skammt frá Lundúnum frá fimm ára aldri en eyddi öllum fríum í Skotlandi. Hún hugðist verða ballettdansari en varð að hætta við það vegna bakmeiðsla. Hún nam bókaforvörslu og skrautritun og starfaði um tíma við bókasafn í Lundúnum en í námsdvöl í New York kynntist hún ungum Bandaríkjamanni, Ed Dickens, og giftist honum. Hann starfaði hjá utanríkisþjónustu Bandaríkjanna og þau bjuggu um tíma í Belgíu og á Íslandi sem starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna, en á þeim tíma skrifaði Clare Dickens tvær bækur. Þegar ljósið slokknar er þriðja bók hennar.

Úr inngangsorðum Sigursteins Mássonar, formanns Öryrkjabandalags Íslands: „Hann var vinur minn og bróðir en ég hitti hann aldrei. Hann var sálufélagi minn en ég talaði aldrei við hann. Ég fylgdist með sigrum hans og kynntist vonum hans og þrám en líka sárum vonbrigðum þegar skýjahallirnar hrundu með miklum látum …“

3.580 kr.
Afhending