Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Guðmundur Andri Thorsson

Ásýnd Íslendinga, sígildar bókmenntir, þjóðhátíðargleði á Þorláksmessu, skapsmunir kattarins ellegar einsemd þess sem þráir að falla í annan faðm en kann ekki að dansa. Þannig verður sundurleitasta efni bókarhöfundi að íhugun og athugun.

Víst eru greinar hans glettnar, oftar en ekki gráglettnar, en samt ekkert grín. Víst eru þær hæðnar, stundum meinhæðnar, en þó lausar við hvers kyns spott og spé. Rauður þráður bókarinnar er efahyggja þess sem ekki beygir sig undir hið blinda vald, hvar sem það mætir mönnunum. Því vissulega kann Guðmundur Andri að dansa þótt hann láti ekki skipa sér út á hvaða á gólf í hvaða skottís sem er.

1.140 kr.
Afhending