Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Gunnar Theodór Eggertsson

Innst inni vissi Vár að eitthvað mun
verra en Dermítar eða Vitringar var í vændum.
Eitthvað sem þau höfðu ekki lesið um í bókunum.

Vár og vinir hennar hittast á furðusagnahátíð í útlöndum til að sjá átrúnaðargoðið sitt, Björn Kráksson, hinn dularfulla höfund bókaflokksins um Dísu. En Björn veldur þeim vonbrigðum og hverfur síðan sporlaust. Eftir það er engu líkara en að sögusvið bókaflokksins, með skrímslum sínum og furðum, sé byrjað að renna saman við raunveruleikann …

Drauma-Dísa er þriðja bók Gunnars Theodórs Eggertssonar um stelpuna sem eitt sinn var venjulegur unglingur í Reykjavík, gufaði svo upp eftir ævintýralegan bardaga í fjarlægu landi en lifir í gegnum bækur Björns, vinar síns úr fortíðinni. Gunnar sýndi fágætt hugmyndaflug í Drauga-Dísu og Galdra-Dísu, og í þessu lokabindi flokksins gefur hann fyrri bókunum ekkert eftir.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 7 klukkustundir og 55 mínútur að lengd. Álfrún Helga Örnólfsdóttir les.

Hér má hlusta á hljóðbrot úr bókinni:

4.960 kr.
Afhending