Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Stephenie Meyer

Isabella og Edward hafa gert með sér samkomulag. Hún ætlar að giftast honum og í staðinn ætlar hann að breyta henni í vampíru. Áætlunin er einföld og fullkomin en ekkert má út af bregða.

Leyndarmálið sem Isabella uppgötvaði í Ljósaskiptum – og sem umturnaði lífi hennar í Nýju tungli og Myrkvun – getur hæglega tortímt þeim Edward báðum, og öllum sem þeim þykir vænt um.

Í Dögun leiðir Stephenie Meyer sögu elskendanna til lykta og sýnir lesendum enn lengra inn í dularfullan og drungalegan heim vampíra og varúlfa sem heillað hefur milljónir manna um allan heim.

Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.