Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sigrún Þorsteindóttir

Allir sem hafa áhuga á hollu mataræði og heilsusamlegum lífsháttum kannast við CafeSigrun-vefinn, þar sem Sigrún Þorsteinsdóttir hefur lengi skrifað um heilsu og matargerð og birt uppskriftir undir kjörorðinu Hollustan hefst heima.

Hér er að finna fjölda girnilegra uppskrifta að góðgæti fyrir fjölskylduna. Allar eru lausar við hvítan sykur, hveiti og ger og þeim fylgja merkingar þar sem fram kemur hvort rétturinn er glútenlaus, vegan eða hentar þeim sem vilja forðast egg, mjólkurvörur, fræ eða hnetur.

• Morgunverðarréttir
• Heilsudrykkir
• Brauð og brauðmeti
• Grænmetisréttir og salöt
• Heilkorna-, pasta- og núðluréttir
• Matarmiklar súpur
• Fisk- og kjúklingaréttir
• Sósur og ídýfur
• Eftirréttir, kökur og konfekt

Sigrún er klínískur barnasálfræðingur með MSc í heilsusálfræði. Hún er móðir tveggja ungra barna og hefur kappkostað að gefa þeim sem hollasta fæðu. Hún bjó lengi í London og hefur orðið fyrir fjölbreyttum áhrifum af matargerð annarra landa, þar og á ferðalögum sínum um Afríku og víðar.

7.620 kr.
Afhending