Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Eiríkur Haraldsson, Elna Katrín Jónsdóttur, Eygló Eyjólfsdóttir, Gisela Rabe-Stephan, Ingrid Paulsen

Þýska fyrir þig er kennsluefni í þýsku handa framhaldsskólanemum, alls fyrir fjóra áfanga. Málfræðibókin er í grundvallaratriðum sú sama og kom út árið 1989, en var endurskoðuð árið 2001, ritháttum breytt í samræmi við gildandi stafsetningarreglur og útlit fært til nútímalegra horfs. Maja Loebell hafði yfirumsjón með samningu og vinnslu bókarinnar.

Þýska fyrir þig – Málfræði hefur að geyma grunnatriði þýskrar málfræði. Lögð er áhersla á að beina athygli nemandans að aðalatriðum og veita trausta undirstöðuþekkingu.

Námsefnið Þýska fyrir þig byggist á grunni eldra námsefnis með sama nafni eftir þau Eirík Haraldsson, Elnu Katrínu Jónsdóttur, Eygló Eyjólfsdóttur, Giselu Rabe-Stephan, Ingrid Paulsen og Maju Loebell. Ritstjóri nýju útgáfunnar er Helmut Lugmayr.