Þegar Antoine Courtin er tólf ára verður hann sex ára dreng að bana í skógi nálægt heimabæ þeirra. Fullur skelfingar felur hann lík litla drengsins í gjá í skóginum. Leitarflokkar eru kallaðir til en leitin ber engan árangur og smám saman fjarar málið út.
Meira en áratug síðar er Antoine að ljúka læknisnámi, býr í París með kærustunni og framtíðin virðist björt. Hann hefur ætíð forðast að snúa aftur á æskuslóðirnar en þarf þess nú af fjölskylduástæðum. Yfir hann hellist gamalkunn sektarkennd, hrollkaldur ótti við að upp um hann komist og hamingjuríkt líf hans breytist í martröð.
Pierre Lemaitre er einn vinsælasti spennusagnahöfundur Frakka og bækur hans hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Hann er margverðlaunaður, hlaut meðal annars hin virtu Goncourt-bókmenntaverðlaun 2013 og hefur í þrígang hlotið glæpasagnaverðlaunin Alþjóðlega rýtinginn.
Friðrik Rafnsson þýddi.