Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Jón Ormur Halldórsson

Samtími okkar einkennist af víðtækum og djúpstæðum breytingum í heiminum í pólitískum, efnahagslegum, lýðfræðilegum og menningarlegum skilningi. Um leið hefur heimsvæðingin séð til þess að það sem áður var fjarlægt er komið í návígi og mótar aðstæður fólks og möguleika. Ný stórveldi eflast, sum stórkostlega eins og Kína og brátt Indland, en önnur eru að missa mátt sinn til áhrifa. Sagan sýnir að breytingum á valdahlutföllum hafa jafnan fylgt sérstakar hættur og alvarleg átök. Við lifum því viðsjárverða tíma þegar miklu skiptir að skilja hagsmuni, styrk, veikleika og fyrirætlanir ríkja og stórvelda.

Bókin Breyttur heimur varpar ljósi á ýmsar óraflóknar og hnattrænar átakalínur okkar tíma og sýnir þær sem samhangandi og skiljanlega heild.

Jón Ormur Halldórsson er einn helsti sérfræðingur okkar á sviði alþjóðastjórnmála. Hann hefur í áratugi unnið í ólíkum löndum Asíu og Evrópu, stundað kennslu og fengist við rannsóknir á margvíslegum þáttum alþjóðamála, ekki síst efnahagslegum og pólitískum uppgangi nokkurra af stærstu ríkjum Asíu, átökunum í Mið-Austurlöndum, þróun alþjóðakerfisins og áhrifum heimsvæðingarinnar á atvinnulíf, stjórnmál og menningu í heiminum.

4.840 kr.
Afhending