Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Einar Már Jónsson

Er allt sem er mögulegt endilega æskilegt? Eru heimspekistefnur og stjórnmálahreyfingar einberar tískubylgjur? Hvað er þjóð?

Höfundurinn tekur á helstu álitamálum samtíðarinnar og fer á kostum í skarplegri greiningu sinni og er ómyrkur í máli. Evrópusambandið, menntamanna-marxisminn, frjálshyggjan, alþjóðavæðingin, tæknidýrkunin, póstmódernisminn og formgerðarhyggjan eru meðal þess sem tekið er til skoðunar.

Það er ætíð grunnt á kímninni, en að lestrinum loknum hefur lesandinn samt verið rækilega vakinn til umhugsunar um hvort nútímamaðurinn ætti ekki að staldra við og huga betur að raunverulegri velferð sinni.

Við sögu koma menn eins og Freud og Marx, Althusser, Derrida og Lacan, Búkharín og Lenín, de Gaulle og Le Pen, Halldór Björn Runólfsson, Sigurður skáld og Þorsteinn! – Og margir fleiri.

Einar Már Jónsson er sagnfræðingur og doktor í miðaldafræðum.

2.530 kr.
Afhending