Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Mons Kallentoft

Malin Fors er komin aftur til Linköping eftir viðburðaríkan tíma í Bangkok. Hún er varla búin að koma sér fyrir þegar flugvöllurinn í Linköping verður vettvangur stærstu gíslatöku í sögu Svíþjóðar. Malin og samstarfsmenn hennar standa frammi fyrir þeirri siðferðilegu spurningu hvort réttlætanlegt sé að fórna fáum mannslífum í von um að bjarga mörgum. Um sumarið skellur á grimmileg ofbeldisalda í Linköping. Malin og félagar eltast við morðingja sem virðist alltaf vera skrefi á undan …

Mons Kallentoft er einn af þekktustu rithöfundum Svíþjóðar. Ritröð hans um Malin Fors, lögregluforingja í Linköping, hefur notið mikilla vinsælda víða um lönd. Böðulskossinn er ellefta bókin um Malin Fors en hinar tíu — Sumardauðinn, Haustfórn, Vetrarblóð, Vorlík, Fimmta árstíðin, Englar vatnsins, Sálir vindsins, Moldrok, Brennuvargar og Vítisfnykur — hafa selst í milljónum eintaka og verið þýddar á hátt í 30 tungumál.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun