Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Guðlaug Jónsdóttir, Karl Kristján Ásgeirsson

Boðið vestur er í grunninn matreiðslubók en jafnframt svo miklu meira en það. Í bókinni, sem skipt er upp í kafla eftir mánuðum ársins, er mikill fjöldi uppskrifta að ýmiss konar réttum að vestan úr því náttúrulega hráefni sem í boði er á hverjum árstíma. Ríkuleg náttúra, menning og saga Vestfjarða skipar stóran sess í bókinni sem er hlaðin glæsilegum ljósmyndum. Höfundar gera sér mat úr gömlum hefðum og siðum samhliða því að kynna lesendum spennandi nýjungar úr eldhúsi samtímans. Verkið er gefið þremur tungumálum; íslensku, ensku og þýsku.