Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Lilja Sigurðardóttir

Þegar athafnamaðurinn Flosi kemur heim í kvöldmat er allt á rúi og stúi en Guðrún kona hans horfin. Á eldhúsborðinu bíður bréf um að henni hafi verið rænt og ef Flosi greiði ekki himinhátt lausnargjald verði hún drepin. Hann má ekki leita til lögreglunnar en eftir krókaleiðum kemst hann í samband við Áróru, sem vinnur við að finna falið fé, og Daníel rannsóknarlögreglumann. Án þess að nokkuð spyrjist út reyna þau í sameiningu að átta sig á hvað hefur gerst. Getur verið að ránið á Guðrúnu tengist alþjóðlegri glæpastarfsemi og peningaþvætti – eða er skýringin ef til vill mun nærtækari?

Blóðrauður sjórer hröð og hörkugóð glæpasaga með óvæntum vendingum, sjálfstætt framhald sögunnar Helköld sól þar sem Áróra og Daníel voru líka í aðalhlutverki – og spennan milli þeirra tveggja fer síst minnkandi.

Lilja Sigurðardóttir hefur skrifað skáldsögur, leikrit og sjónvarpsþáttahandrit. Glæpasögur hennar hafa notið mikilla vinsælda og verið verðlaunaðar heima og erlendis; Gildran var tilnefnd til breska Gullrýtingsins og fyrir Búrið og Svik hlaut hún Blóðdropann og tilnefningu til norræna Glerlykilsins tvö ár í röð.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 7 klukkustundir og 27 mínútur að lengd. Elín Gunnarsdóttir les.

Hér má hlusta á brot úr fyrsta kafla hljóðbókarinnar:

4.040 kr.
Afhending