Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

„Grjót hefur orðið til svo hægt væri að höggva það sundur og byggja úr því kastala; og minn herra á einn dægilegan kastala; mesti greifinn í landsfjórðúngnum verður að hafa best í kríngum sig; og til þess eru svínin gerð að maður éti þau, enda erum við étandi svín ár og síð: þar af leiðir að þeir sem segja að alt sé í lagi eru hálfvitar; maður á að segja að alt sé í allrabesta lagi.“

Voltaire (1694–1778) var einn merkasti hugsuður 18. aldar, ákafur talsmaður upplýsingar og hugsanafrelsis og barðist hart gegn harðstjórn og hjátrú.

Halldór Laxness þýddi Birtíng á fimmta áratug síðustu aldar og er þýðingin löngu orðin sígild. Bók sem kætir og ögrar í senn.

Þorsteinn Gylfason ritaði inngang.