Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Barnaheill

Í þessari bók eru fjórar sögur um einelti
skrifaðar af þeim Bubber, Ellen Hillingsø,
Ole Kibsgaard og Kaya Brüel. Þau fjalla
af kímni, skilningi og jákvæðni um erfiðar
aðstæður sem upp kunna að koma
í daglegu lífi leikskóla.
Hverri sögu fylgja hugleiðingar um hvernig
hægt sé að koma í veg fyrir stríðni og einelti
og hugmyndir að umræðum um
söguna með barnahópnum.

Í bókinni er einnig lagatextinn Gerðu eitt-
hvað. Höfundar lags og texta eru B-Boys,

Nicolai, Anne Gadegaard, Caroline, Cathrine
Brøndsted og Joachim Hejslet Jørgensen.
Lagið er sungið og spilað af þeim Ragnheiði
Gröndal og Stefáni Erni Gunnlaugssyni á
diski sem fylgir Vináttu – námsefninu.
Matthias Kristiansen þýddi sögurnar og
lagatextann.
Formaður stjórnar Red Barnet, Lars
Svenning Andersen og Helle Østergaard
framkvæmdastjóri Mary Fonden skrifuðu
formála bókarinnar.
Bangsinn hennar Birnu – og þrjár sögur til
viðbótar um einelti er hluti af Vináttu, sem er
forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla
og er gefið út af Barnaheillum – Save the
Children á Íslandi með góðfúslegu leyfi og í
samstarfi við Red barnet og Mary Fonden í
Danmörku.
3.990 kr.
Afhending