Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Irène Némirovsky

Kampf hjónin hafa um árabil lifað við kröpp kjör. Eftir góðan dag í kauphöllinni efnast þau verulega og bjóða öllu fína fræga fólkinu í París til veislu. Fjórtán ára dóttur þeirra, Antoinette, langar á ballið. Frú Kampf vill ekki að aðdáendur hennar sjái að hún eigi svo stálpaða dóttur og harðbannar henni það. Stelpunni er gróflega misboðið og í örvæntingu sinni hefnir hún sín hryllilega …

Sagan er skrifuð af slíku listfengi, svo hárfínni grimmd, svo beittum húmor að hún telst nú meðal bestu skáldsagna sem skrifaðar hafa verið um fordild nýríks fólks og uppreisn æskunnar gegn því.

Ballið er sú skáldsagna Irène Némirovsky sem hefur náð mestum vinsældum og víðast verið gefin út ásamt Franskri svítu sem kom út á íslensku 2011.

Friðrik Rafnsson þýddi.

3.110 kr.
Afhending