Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Hreinn Vilhjálmsson

Hreinn Vilhjálmsson er fæddur í Reykjavík 1946. Hann ólst upp í braggahverfi í Vesturbænum en leiddist kornungur út í óreglu og missti tökin á tilverunni. Hann varð örlagaróni og síbrotamaður, með annan fótinn í fangelsi árum saman. Sjómennska var atvinna hans, þegar honum tókst að halda höfði, en á furðuskömmum tíma sökk hann æ dýpra í drykkju og lyfjaneyslu, varð einn af bæjarins verstu … uns þar kom að lengra varð ekki gengið.

Bæjarins verstu er frumraun Hreins á ritvellinum, alþýðumanns sem sökk djúpt en náði landi um síðir. Í þessari hispurslausu bók lýsir höfundur því á vægðarlausan en þó broslegan hátt hvernig hann fer í hundana. Þessi sérstæða frásögn, sem kalla mætti brot úr ævisögu, er allt í senn – skuggaleg, fróðleg og grátbrosleg, en umfram allt heiðarleg.


„Örlög Hreins Vilhjálmssonar eru ótrúleg og hann hefur
frábært lag á að láta þau njóta sín á prenti. Hann óð í gegnum fjóshaug
mannlífsins en sagan hans glitrar eins og perla.“

Einar Kárason

950 kr.
Afhending