Krákufætur, hrukkur, pokar og blámi í kringum augun gætu heyrt sögunni til með notkun á augnplástrunum okkar. Hvort sem ummerki á augnsvæði stafa af náttúrulegri öldrun, erfðum, þreytu eða svefnstöðu þá styðja plástrarnir þétt við húðina og koma þannig í veg fyrir að hún krumpist eða myndi hrukkur. Á sama tíma styðja plástrarnir við náttúrulega hæfni húðarinnar til að viðhalda raka, örva blóðflæði og auka kollagen framleiðslu sem hægir verulega á eftir því sem aldurinn færist yfir.
Hægt er að nota plástrana við ýmis tilefni og hvenær dags sem er. Þeir eru tilvaldir á morgnana til að fá fyllingu á augnsvæðið eða forvörn við ýmsum svefnstellingum.
Ef þú vilt fá húðmeðferð án inngrips þá eru plástrarnir frá Wrinkles Schminkles hin fullkomna lausn.
Við mælum með
Þrífið plástrana eftir notkun meðSílikonplástra sápunni. Sápan er sérstaklega hönnuð til þess að leysa upp húðfitu og dauðar húðfrumur sem safnast fyrir í plástrunum án þess að tæra upp límið á þeim. Þetta eykur endingartíma plástrana til muna.