Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Bragi Guðmundsson, Gunnar Karlsson

Á árunum 1994-96 var gerð umfangsmikil könnun á söguvitund evrópskra unglinga. Hún náði til 30 samfélaga, ríkja og þjóðernisminnihluta, og þátttakendur voru alls rúmlega 30 þúsund. Á Íslandi var könnunin gerð á vorönn 1995 með þátttöku 967 nemenda og 47 kennara.

Hér eru svör íslensku þátttakendanna tekin til sérstakrar athugunar, bæði í samanburði við aðra þátttakendahópa og með innri samanburði eftir búsetu og kyni. Þungamiðja bókarinnar er talnaefni þar sem lesendur geta gert sínar eigin athuganir á efninu. En áður en kemur að því fara stjórnendur könnunarinnar á Íslandi, Bragi Guðmundsson og Gunnar Karlsson, af stað með túlkun á nokkrum meginatriðum hennar.

Annars vegar er hún rædd að því er varðar sögunám í skólum og er jafnframt veitt yfirlit um sögu í íslenskum grunnskólum eins og hún var kennd áður en nýjar námskrár komu út 1999. Hins vegar er nokkuð af því sem má lesa út úr evrópsku könnuninni um skoðanir og lífsafstöðu íslensku þátttakendanna.

Bókin er gefin út í ritröðinni Sagnfræðirannsóknir.