Flokkar:
Höfundur: Fríða Bonnie Andersen
Ung íslensk alþýðustúlka brýst til mennta í fatahönnun í París á fjórða áratug síðustu aldar. Þar upplifir hún frjálslynda strauma millistríðsáranna, sogast inn í hringiðu hins ljúfa lífs og kynnist dimmum sölum bak við djúprauð flauelstjöld.
Á endanum hrekst hún aftur til Íslands þar sem líf hennar fléttast saman við líf ljósmóðurnema úr betri borgarastétt. Á meðan síðari heimsstyrjöldin er í algleymingi eiga sér stað mikil og afdrifarík átök í lífi þessara kvenna.
Að eilífu ástin er fyrsta skáldsaga Fríðu Bonnie Andersen. Þetta er einlæg, grípandi og ögrandi saga sem heldur lesandanum föngnum í mögnuðum söguheimi.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun