Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Guðrún Eva Mínervudóttir

Þegar Davíð fær send eftirlátin gögn Láka, sambýlismanns Elísabetar móður hans, vaknar hjá honum óslökkvandi löngun til þess að komast til botns í því sem gerðist haustið 2003. Hver var þáttur móður hans í örlögum vina hennar, Indi og Jóns? Hafði Elísabet eyðileggjandi áhrif á alla í kringum sig? Kallaði Kötlugosið fram illskuna í fólki? Bjó hinn eini sanni koss yfir óskilgreindum ógnarkrafti? Leit Davíðs að sannleikanum verður að ferðalagi inn í innstu sálarmyrkur og knýr hann að lokum til að takast á við erfiðar spurningar um tilvist sína.

Allt með kossi vekur er kraftmikil og hugmyndarík saga sem sver sig í ætt við fyrri bækur Guðrúnar Evu Mínervudóttur, þar sem frásögnin dansar á mörkum raunsæis og fantasíu. Guðrún Eva hlaut fyrir hana Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2011.

Teikningar í bókinni eru eftir Sunnu Sigurðardóttur.

1.380 kr.
Afhending