Í Allt fer birtist ástin í öllum sínum myndum. Stundum slokknar hún, persónur fara í hundana eða finna hamingjuna. Þær leita að sjálfum sér á flugvöllum og í fjarlægum klaustrum, í köttum og ljónum, skáletruðum punkti og gráti annarra. Geldingur í kvennabúri soldánsins leitar lausnar, ungt fólk leitar að samastað í tilverunni og meira að segja djöfullinn er friðlaus.
Steinar Bragi hefur gefið út fjölmargar bækur sem hafa notið mikillar hylli innan lands og utan. Ímyndunarafl hans þekkir engin landamæri og í þessum nítján smásögum nýtur það sín til hins ýtrasta.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 11 klukkustundir og 14 mínútur að lengd. Guðmundur Ingi Þorvaldsson les.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun