Íslenskir álfar eru einstakir meðal álfaþjóða og eiga í djúpu og dularfullu sambandi við Íslendinga í raunheimum. Hér er nýju ljósi varpað á íslenska álfinn og átakasama sambúð huldufólks og mannfólks frá upphafi byggðar í landinu. Við sögu koma undirheimaviðskipti, blóðug jólaboð, róttækar aðgerðir í umhverfismálum, rómantískar og forboðnar ástir í handanheimum og æsilegar hetjudáðir sauðamanna og mjaltakvenna.
Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring hafa unnið saman um árabil og krufið ýmis fyrirbæri íslenskrar náttúru og menningar til mergjar. Þau fóru með himinskautum í Fuglum og sprettu hressilega úr spori með Hestum. Nú skyggnast þau á bak við tjöldin í huliðsheimum.
Engir álfar slösuðust við gerð þessarar bókar.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun