Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Birgitta Haukdal

Lára er lífsglöð og hefur sérstaklega gaman af að læra eitthvað nýtt. Bangsinn Ljónsi fylgir henni hvert fótmál og saman spreyta þau sig á ýmsum verkefnum.

Ljónsi á afmæli og Lára ákveður að halda veislu fyrir hann. Hún fær Atla vin sinn til að hjálpa
til við undirbúninginn. Litla systir Atla, Glódís, fær að koma með en hún er fjörugt stelpuskott.

Atla og Láru bregður í brún þegar Glódís og Ljónsi hverfa skyndilega. Hvert hafa þau farið?