Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Þorsteinn G. Jónsson

Tvö lík finnast í Naustahverfinu á Akureyri. Fórnarlömbin höfðu verið stungin og vísifingur hægri handar vantaði á þau bæði. Rannsóknarlögreglukonan Ásdís er sett í málið. Við fyrstu sýn virðast eiturlyf spila stórt hlutverk en ekki er allt sem sýnist.

Áður en Ásdís veit af, þá fjölgar fórnarlömbunum og pressan verður mikil. Hún finnur styrk frá eiginmanninum Indriða, fjölskylduvininum Karli, ásamt samstarfsfélaganum Axel. En er það nóg?

Hvert er leyndarmálið? Hver er sannleikurinn? Ást og vinátta. Það hefur aldrei reynt eins mikið á þau eins og núna!

Afleiðingar leyndarmálsins er önnur skáldsaga Dodda (Þorsteins G. Jónssonar). Fyrsta skáldsagan Þrennur kom út árið 2011 og má því gera ráð fyrir að sú þriðja komi út 2031. En svona ykkur að segja, þá gæti það alveg gerst … miklu fyrr!

3.460 kr.
Afhending