Höfundur: David Lagercrantz

Það sem ekki drepur mann er sjálfstætt framhald Millennium-þríleiksins, en fyrsta bókin, Karlar sem hata konurkom út árið 2004, skömmu eftir að Stieg Larsson lést, rétt rúmlega fimmtugur. David Lagercrantz spinnur hér áfram þann þráð sem Stieg Larsson entist ekki aldur til að ljúka við.

Fremsti sérfræðingur heims í gervigreind er myrtur á heimili sínu í Stokkhólmi þrátt fyrir að vera undir lögregluvernd. Einhverfur sonur hans er vitni að ódæðinu. Það eru áfram rannsóknarblaðamaðurinn Mikael Blomkvist og tölvusnillingurinn Lisbeth Salander sem í sameiningu glíma við flókin mál, eins og þeim einum er lagið.

Sagan hefur nú verið kvikmynduð með Claire Foye (The Crown) í hlutverki Salander og Sverri Guðnasyni sem Mikael Blomkvist.

Halla Kjartansdóttir þýddi úr sænsku.

2530

Það sem ekki drepur mann

  • 0 reviews
    Engar umsagnir
    0 5 0
  • 80mín.
  • 15mín.

Valmöguleikar

* Verður að fylla út

2.530 kr
Um Forlagið
Forlagið
Forlagið Fiskislóð 39, 101 Reykjavík
Skáldverk, barna- og unglingabækur, kennslubækur, ævisögur og margt fleira frá stærstu bókaútgáfu landsins.

Skrifaðu þína umsögn

Einkunn

Karfan þín

Augnablik...

Augnablik