Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Michael Mosley, Mimi Spencer

Þetta er bókin sem hrinti 5:2 bylgjunni af stað. 5:2 er enginn megrunarkúr heldur einföld, fljótvirk og heilsusamleg aðferð til að grennast og bæta heilsuna.

Fimm daga vikunnar borðar þú eins og vanalega og hugsar ekkert um hitaeiningafjöldann en tvisvar í viku færðu þér góðan og girnilegan en hitaeiningasnauðan mat — konur 500 hitaeiningar, karlar 600. Líkaminn venst þessu fljótt og það er auðvelt að fylgja mataræðinu þegar maður veit að daginn eftir er hægt að borða allt sem hugurinn girnist.

Í bókinni eru einfaldar uppskriftir með nákvæmum útreikningum á hitaeiningum, hitaeiningatöflur, upplýsingar um næringu og heilsu, góð ráð frá læknum og ábendingar frá fólki sem hefur fylgt 5:2-mataræðinu með frábærum árangri.

Michael Mosley er læknir sem hefur gert fjölda vísinda- og heilsuþátta fyrir BBC og setti fyrst fram kenningar sínar um lotuföstu og 5:2-mataræðið í heimildaþættinum Eat, Fast & Live Longer, sem vakti gífurlega athygli. Mimi Spencer er blaðamaður sem hefur unnið fyrir ýmis bresk blöð og tímarit og er höfundur bókarinnar 101 Things to Do Before You Diet. 5:2 matræðið

„Þetta eru mjög áhugaverðar kenningar, studdar með sannfærandi rökum og dæmum.“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan

3.690 kr.
Afhending