Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Guðbergur Bergsson

Í 1½ bók – Hryllilegri sögu tekst Guðbergur Bergsson á við eitt metnaðarfyllsta viðfangsefni sitt til þessa; íslenska menningu og áhrifavalda hennar, allt frá því að Íslendingar tilheyrðu Danaveldi til samtímans. Hér er á ferðinni skáldsaga hlaðin eftirminnilegum konum, allt frá dönsku bakarafrúnni frú Fiole sem Fjólugatan ku vera kennd við til hinnar þýsku Sophie von Knorr sem telur hland vera allra meina bót og systranna Kristínar og Jóhönnu sem eru að leita að einhverju meira en hvunndagslegri tilveru með hvunndagslegum eiginmönnum. Guðbergur Bergsson skyggnist undir yfirborð íslensks samfélags og dregur upp ógleymanlegar persónur í skáldskap sem tekst á við sannleikann og söguna og ekki síst hugmynd Íslendinga um sjálfa sig.