







G34WQi boginn leikjaskjár
Víkkaðu sjóndeildarhringinn
Xiaomi G34WQi er magnaður leikjaskjár með flotta tæknieiginleika. Skjárinn er 34" og myndefni sýnist í 21:9 hlutföllum í WQHD upplausn. Skjárinn hentar vel í myndvinnslu með víðu litasviði og í almenn skrifstofustörf þar sem hægt er að skipta skjánum upp og haft tvo glugga opna hlið við hlið. Skjárinn er svo frábær í leikjaspilun með hraðri endurnýjunartíðni og 1ms svartíma.
Hröð endurnýjunartíðni og svartími
Skjárinn endurnýjast allt að 180 sinnum á sekúndu og svartíminn er einungis 1ms. Skjárinn er útbúinn FreeSync sem minnkar hnökra og rifur þannig að maður missir ekki af einu augnabliki í tölvuleikjunum.
Breytt litasvið og bláljósasía fyrir augnvernd
Skjárinn sýnir 95% af DCI-P3 litasviðinu og 100% af sRGB og mikla nákvæmni í að sýna litina rétt. Hámarksbirtustigið er 350nit. Á kvöldin eða við setu til lengri tíma er hægt að kveikja á bláljósasíu sem er vottuð af TÜV Rheinland sem getur minnkað augnþreytu og ætti að minnka svefnvandamál af völdum bláljósum.