Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Dauðir úlfar finnast í norður-sænskum skógi – með mannakjöt í maganum. Blóðugt uppgjör glæpagengja. Kaldrifjaður útsendari rússnesku mafíunnar mætir á svæðið. Og hvað varð um alla peningana og dópið? Lögregluliðið í landamærabænum Haparanda kann að fást við smáglæpamenn, veiðiþjófa og dópista en hér er við öllu svæsnari glæpamenn að eiga og það er ljóst að þetta verður ekkert venjulegt sumar. Síst af öllu fyrir miðaldra lögreglukonuna Hönnu Wester, sem stríðir líka við alls konar flækjur í einkalífinu. Og þegar launmorðinginn Katja birtist fara minningar um atburði úr fjarlægri fortíð Hönnu að láta á sér kræla …

Hans Rosenfeldt hefur getið sér alþjóðlega frægð sem handritshöfundur sjónvarpsþáttaraðarinnar Brúin og hefur skrifað vinsælar glæpasögur í félagi við Michael Hjorth. Vargar í véum, fyrsta sagan sem hann skrifar einn, hefur vakið mikla athygli og var tilnefnd til Storytel-verðlaunanna og Sænsku glæpasagnaverðlaunanna.

Nanna B. Þórsdóttir þýddi.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 11 klukkustundir og 47 mínútur að lengd. Þórunn Lárusdóttir les.

4.270 kr.
Afhending