Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Guðún frá Lundi

[removed]

Þegar Hjálmar Þorgeirsson, óðalserfinginn á Hraunhömrum, kemur frá Noregi og hyggst sækja unnustu sína og barn í greipar Sigurfljóðar, fyrrverandi heitkonu sinnar, grípur hann í tómt: Ásta hefur hent trúlofunarhringnum í Sigurfljóð og strokið með son þeirra Hjálmars heim að Heiðargörðum. Þar þarf Hjálmar að mæta Kristínu, móður Ástu, sem er allt annað en sátt við hann. Og Sigurfljóð er líka ákveðin í að gera allt sem hún getur til að koma í veg fyrir brúðkaup Hjálmars og Ástu. Hún telur sig eiga bandamann í Þorgeiri, föður Hjálmars, en er það víst?

Í Tengdadótturinni, sem kom fyrst út 1952-54 í þremur bindum, segir frá ástum og örlögum jafnt sem daglegu lífi til sveita í byrjun 20. aldar. Guðrún frá Lundi hefur einstakt lag á að gæða persónur sínar lífi svo lesandinn hverfur meira en heila öld aftur í tímann. Sæla sveitarinnar er lokabindið í þessum magnaða flokki en nýrrar útgáfu hefur verið beðið lengi.

Silja Aðalsteinsdóttir ritar eftirmála.

3.990 kr.
Afhending