Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Cilla og Rolf Börjlind

Fjórir menn hittast á bar í Stokkhólmi vegna fyrirhugaðra áætlana samtaka um þjóðernissósíalíska byltingu í landinu. Tilveru þeirra er ógnað og aðgerða er þörf.

Nokkrum árum síðar er þriggja ára stúlka í Arild á Skáni myrt í garðinum heima hjá sér. Lögreglufulltrúinn Olivia Rönning grunar að morðið tengist mótmælum vegna málefna flóttamanna í landinu en eftir ógnandi samskipti við mótorhjólagengi í Arild leitar Olivia til Mette Olsäter, vinkonu sinnar í ríkislögreglunni. Þegar sjö ára drengur er drepinn með sama hætti á Värmdö óttast þær að sami gerningsmaður sé að verki. Tom Stilton, fyrrum lögreglumaður sem beitir óhefðbundnum aðferðum, reynist þeim haukur í horni.

Svört dögun er þriðja bókin um þau Oliviu Rönning og Tom Stilton eftir Cillu og Rolf Börjlind, eina vinsælustu glæpasagnahöfunda Svíþjóðar. Stórstreymi og Þriðja röddin nutu mikilla vinsælda enda er takturinn hraður og hörkuspennandi.

Hilmar Helgu- og Hilmarsson þýddi.

ATH. Spurt og svarað um rafbækur.