Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Patrick Modiano

Roskinn rithöfundur þarf að horfast í augu við fortíðina þegar dularfullt ungt par kemur inn í líf hans. Smám saman rifjast upp hálfgleymdar minningar, frá fyrstu skrefunum á rithöfundarbrautinni og allt aftur til erfiðrar reynslu í bernsku. Sögur lifna inni í öðrum sögum og smám saman færist lesandinn nær heildarmynd af því barni sem hann eitt sinn var, kjarna manneskjunnar.

Frakkinn Patrick Modiano (f. 1945) hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2014. Hann hefur sent frá sér fjölmargar skáldsögur þar sem tíminn og gleymskan móta líf persónanna. Modiano hefur verið kallaður „Marcel Proust vorra daga“ enda er sköpunarkraftur minnisins miðlægur í höfundarverki hans. Stíllinn er ávallt einstaklega tær og einfaldur.

Sigurður Pálsson þýddi.

3.920 kr.
Afhending