Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Dr.Erla Björnsdóttir

[removed]

Hvað er svefn?

Hve mikið þarf að sofa?

Hvernig er best að bregðast við svefnvandamálum?

Svefn er ein af grunnstoðum heilsu, ásamt næringu og hreyfingu. Svefnvandamál eru algeng í hröðu nútímasamfélagi en óreglulegar svefnvenjur og skortur á svefni geta haft margvísleg áhrif á líkamlega og geðræna heilsu. Í þessari bók er fjallað um svefn út frá ýmsum sjónarhornum, útskýrt er hvað gerist meðan á svefni stendur og fjallað um algeng svefnvandamál meðal barna, unglinga og fullorðinna.

Dr. Erla Björnsdóttir lauk B.A.-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2007, kandídatsprófi frá Háskólanum í Árósum 2009 og doktorsprófi í líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands 2015. Erla hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og vinnur að rannsóknum á því sviði ásamt samstarfsmönnum í Evrópu og Bandaríkjunum.

4.490 kr.
Afhending