Trjáklipping, hreinsun, akstur og urðun í einum pakka

Nánari Lýsing

 

Um fyrirtækið Lóðaslátt
Lóðasláttur hefur verið starfræktur af sömu fjölskyldunni síðan 2002. Upphaflega hét fyrirtækið Þrif og sláttur og var í þrifum líka. Árið 2007 var þrifahlutinn seldur og í framhaldinu var Lóðasláttur stofnaður utan um garðavinnuna.
 
Í fyrirtækinu starfa 4 ættliðir, fæddir á bilinu frá 1932 til 1992. Allt fæddir og rótgrónir Kópaskersbúar úr Öxarfirði, Norður - Þingeyjarsýslu. Upphaflega hóf Hrannar Jónsson (fæddur 1974) starfsemi með lítilli kerru, 12 ára reykspúandi sláttuvél og tannlausri hrífu, markmiðið var að skapa sér smá aukatekjur á kvöldin og um helgar. Í dag þjónustar fyrirtækið fjöldann allan af húsfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið.
 
Eigendur Lóðasláttar eru sérstaklega stoltir af því að 99% viðskiptavina velja að vera í þeirra þjónustu ár eftir ár. Nánast allir af upprunalegu viðskiptavinum eru enn í viðskiptum og á hverju ári bætast alltaf nokkrir nýir í fjölskylduna. Áhersla er lögð á góða þjónustu og það að skila fallegu verki þar sem sjónræn heildarmynd er mjög mikilvæg.
 
Grunnþjónustan er sláttur en með árunum hefur Lóðasláttur þróað heildarlausnir fyrir garða, allt frá slætti til hekk klippinga og beðahreinsana fyrir fasta viðskiptavini. Öll verkefni eru leyst af fagmennsku og starfar fyrirtækið með verktökum á nánast öllum sviðum. 
 
Vinna Lóðasláttar hefur vakið eftirtekt og skilað fallegum görðum sem unnið hafa til verðlauna.
Smáa Letrið

Tveir menn í allt að klukkustund, akstur og síðan förgun á úrgangi.  Gildir einungis á höfuðborgarsvæðinu

Gildistími: 21.04.2012 - 01.07.2012

Notist hjá
Lóðasláttur, Tröllakór 20, 203 Kópavogur

Vinsælt í dag