Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Skylotec Ignite Argon
Sigbelti sem nota má í margs konar verkefni. Má þar nefna björgun eða almenna vinnu þar sem þarf að síga niður að vinnustaðnum.
Festihringir fyriröryggislínur og sigreipi eru á brjóstkassa og baki.
Fyrir neðan festihringinn á brjóstkassanum er svo annar málmhringur sem sigreipið fer í gegnum þegar sigið er.
Í mittinu eru tveir D-hringir sem nota má til að festa verkfæri eða stuðningssnúrur í.
Beltið er með stuðningspúða sem styður við bak. Á bakhlið beltisins er plastþríhyrningur sem tryggir að það flækist ekki þegar farið er úr og í það.
Beltið er vinnuvistvænt. Það er hannað svoólarnar sem fara yfir axlirnar nuddist ekki við háls og trufli frá vinnu.
Það er sömuleiðis búið til úr mjúkum efnum sem anda vel.
Í þessu belti er þyngdinni dreift á 4 punkta, fæturna og festipunktanna tvo að framan,frekar en að hún sé öll á fótunum eins og væri á fallvarnar-beltum sem ekki eru hönnuð fyrir sig.
Handþvottur: 40°C.
Hámarksþyngd notanda: 140 kg.
Stærðir: XS/M (mittismál 80-120cm)
M/2XL (mittismál 90-130cm)
2XL/5XL (mittismál 100-150cm)

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun