Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Pip Williams

[removed]

Sem barn dvelur Esme Nicoll drjúgum stundum í Ritstofunni þar sem verið er að semja fyrstu Ensku Oxford-orðabókina en við það starfar faðir hennar. Ekki rata öll orð í útgáfuna sem fylgir ströngum reglum og hefðum Viktoríutímans. Dag einn ákveður Esme að safna saman öllum orðunum sem er hafnað og í kjölfarið fæðist hugmyndin um Orðabók hinna týndu orða.

Saga Esme er heillandi uppvaxtarsaga um tungumálið og það valdakerfi sem að baki býr. Um leið er hún örlagasaga um ástir og þrautseigju og gefur glögga innsýn í breskt samfélag um aldamótin 1900.

Þetta er fyrsta skáldsaga Pip Williams sem vinnur hér úr efni sem hún fann í skjalasöfnum Ensku Oxford-orðabókarinnar; frásögnum af týndum orðum og lífi kvenna sem þar birtist á milli línanna.

Uggi Jónsson þýðir.

4.290 kr.
Afhending