Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Brynja Sif Skúladóttir

Nikký er orðin 12 ára gömul og í sumarfríinu ætlar hún ein til Sviss þar sem föðurfjölskylda hennar vinnur við stóran sirkus. Nikký hefur lært að nota einstaka náðargáfu sína sem gerir það að verkum að enn og aftur sogast hún inn í magnaða hringiðu þar sem galdrar, álög og dularfull öfl taka völdin í hinum litríka sirkusheimi. Nú reynir á Nikký að beita hæfileikum sínum og áræðni til að leysa málin áður en illa fer.

Bækurnar um Nikký eftir Brynju Sif Skúladóttur eru bæði spennandi og viðburðaríkar. Nikký og baráttan um bergmálstréð er sjálfstætt framhald bókarinnar Nikký og slóð hvítu fjaðranna sem kom út árið 2013. Myndir gerði Halla Þórlaug Óskarsdóttir. Níkký og baráttan um bergmálstréð er önnur bók Brynju Sifjar Skúladóttur. Hún býr í Svíþjóð og starfar þar við ritstörf og markþjálfun. Höfundurinn hefur heimsótt grunnskóla í haust og hefur útbúið verkefni sem miðar að því að efla ímyndunarafl nemenda. Haustið 2013 heimsótti hún 14 skóla um allt land og um 1100 börn leystu verkefnið „Ævintýrið í mér“ við frábærar undirtektir bæði barna og kennara.

990 kr.
Afhending