Jens Ólafsson Olsen býr við hrakandi heilsu. Hann gerir sitt besta til þess að koma sér á réttan kjöl en þegar hann reynir óhefðbundnar lausnir hefur það óvæntar og óvelkomnar afleiðingar. „Bragi Páll er tabúmeistari landsins, nautabani grínsins! Ég er enn hlæjandi.“ Steinar Bragi
Flokkar:
Höfundur Bragi Páll Sigurðsson
Gefum Jens sjálfum orðið: „Ég hef aldrei, og ég meina aldrei nokkurn tímann gefið betlara pening. Ég borga ekki krónu í góðgerðarmál, aldrei gert. Ekki einu sinni björgunarsveitarkallinn eða álfinn, bara lýg því blákalt að ég sé búinn að kaupa þegar fólk otar þessu að mér.“