Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Hildur Knútsdóttir

[removed]Myrkrið milli stjarnanna er martraðakennd samtímasaga sem dregur lesendur inn í myrkustu kima Reykjavíkur. Iðunn vaknar alltaf þreytt á morgnana. Allir hafa ráð á reiðum höndum – læknirinn, sálfræðingurinn, vinkonurnar – en ekkert þeirra fær að heyra alla söguna. Hún segir engum frá leyndarmálunum sem hrannast upp og stigmagnast; frá myrkrinu sem er ólíkt öllu öðru myrkri. Iðunn segir engum frá henni. Hildur Knútsdóttir hefur skrifað skáldskap fyrir börn og fullorðna en er þekktust fyrir ungmennabækur sínar sem unnið hafa til fjölda verðlauna. Myrkrið milli stjarnanna er fyrsta hrollvekja hennar fyrir fullorðna.