Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Oft er nauðsynlegt að staldra við á lífsleiðinni og finna fótfestu í lífinu á ný, ekki síst eftir áföll. Hér setur Árelía Eydís Guðmundsdóttir fram kenningar um gildi vonar og heppni í lífinu og bendir á leiðir til að rækta sjálfan sig. Systir höfundar tók líf sitt að eins 31 árs gömul og í kjölfarið fann Árelía Eydís sig knúna til að stokka upp á nýtt og horfast í augu við breytta tilv er u. Til þess nýtti hún menntun sína og reynslu úr við skiptaheiminum. Hún segir: Þú er t þitt eigið fyrirtæki – sjáðu um sjálfa/n þig eins og þú sæir um fyrirtækið þitt. Hugtök eins og stefnumótun, markmiðslýsing og endurmat eiga ekki bara heima hjá fyrirtækjum, heldur líka hjá hverju og einu okkar. Bókin kom fyrst út árið 2005 og er löngu uppseld. Hún er nú endurútgefin vegna mikillar eftirspurnar.

Árelía Eydís bendir lesendum á mikilvægi þess að taka ábyrgð á eigin lífi, meta styrkleika sína og veikleika og temja sér jákvæða hugsun og von í lífinu. /.../ Bókin er full af lifandi og skemmtilegum æfingum og dæmum sem fá okkur til að skoða stöðu mála út frá mismunandi sjónarhornum.

Guðfinna Bjarnadóttir