Höfundur Lóa H. Hjálmtýsdóttir
Viggó er kominn í vetrarfrí. En það er mamma alls ekki. Hún hefur engan tíma til að leika við Viggó heldur vill bara vinna, sussa og skammast. Þá væru góð ráð dýr fyrir flesta krakka. En ekki fyrir Viggó!
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er fjöllistakona sem fæst við myndlist og skriftir, söng, grín, myndasögur og karókí. Hún var tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna og Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bók sína Grísafjörð sem einnig var valin barnabók ársins af bóksölum landsins og Morgunblaðinu.
Hér má heyra viðtal við Lóu í Segðu mér á Rás 1
Hér má heyra viðtal við Lóu um Mömmu köku í Bítinu á Bylgjunni
Hér má lesa umfjöllun Lestrarklefans um Mömmu köku
Mamma kaka fékk lofsamlegan bókadóm í Morgunblaðinu þar sem meðal annars segir: „Bravó, segi ég bara! Mamma kaka er svo algjörlega frábær bók að mér finnst óþarfi að fara í einhverjar málalengingar áður en það kemur fram.“
Hvernig nálgast ég tilboðið
Sækja: Á opnunartíma er pöntunin tekin til fljótlega eftir pöntun og þú færð SMS þegar hún er tilbúin til afhendingar.
Heimsending: Hægt er að panta heimsendingu aukalega í greiðsluferli, við sendum strax eftir pöntun á opnunartíma.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun