Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Skúli Sigurðsson

Maðurinn frá São Paulo er spennusaga um launmorð, njósnir og nasista á flótta. Þýskur hermaður særist í orrustunni um Rostov í Úkraínu árið 1942. Honum er bjargað við illan leik. Josef Mengele, dauðaengillinn í Auschwitz, flýr Evrópu fjórum árum eftir stríðslok. Árið 1960 rænir ísraelska leyniþjónustan Adolf Eichmann í Buenos Aires. Réttað er yfir honum og hann hengdur í Tel Aviv. Í Reykjavík er leigubílstjóri skotinn í hnakkann árið 1977. Héðinn Vernharðsson rannsakar málið.

Í þessari annarri bók sinni fléttar Skúli Sigurðsson skáldskap saman við sögulega atburði og raunverulegar persónur svo úr verður magnaður hildarleikur – sem heldur lesendum í heljargreipum til síðustu síðu. Fyrsta bók Skúla, Stóri bróðir, hlaut Blóðdropann 2023, íslensku glæpasagnaverðlaunin.

4.990 kr.
Afhending