Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Astrid Lindgren

Í Ólátagarði búa sjö kátir krakkar. Þau ganga í skóla og hjálpa til heima við en aðallega leika þau sér – úti og inni allan ársins hring. Hér segir frá því þegar krakkarnir halda barnadag fyrir minnsta barnið, hvernig þau fagna vorinu með skvampi í pollum og vorbáli og hvernig Ólátagarðsfjölskyldurnar halda jólin.

Líf og fjör í Ólátagarði geymir þrjár sögur í vandaðri þýðingu Sigrúnar Árnadóttur: Barnadagur í Ólátagarði, Vor í Ólátagarði og Jól í Ólátagarði. Sögurnar byggir Astrid Lindgren á æskuminningum sínum og hafa þær, ásamt fallegum myndum Ilon Wikland, glatt börn og foreldra um allan heim áratugum saman. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu árið 2007 og hefur verið uppseld hjá útgefenda frá árinu 2010 en er nú loksins fáanleg aftur.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.

Hljóðbókin er 32 mínútur að lengd. Svanhildur Óskarsdóttir les.

4.270 kr.
Afhending