Höfundur Björn G. Björnsson
Nokkrir stórir torfbæir eru enn uppistandandi á Íslandi, flestir á Norðurlandi, og í mörgum þeirra eru byggðasöfn. Þessir eru til umfjöllunar: Glaumbær í Skagafirði, Laufás við Eyjafjörð, Grenjaðarstaður í Aðaldal, Þverá í Laxárdal, Bustarfell í Vopnafirði, Safnbærinn í Skógum, Skálinn á Keldum og Árbær.
Allir þessir staðir - og allar þessar byggingar - eru hluti af íslenskum menningararfi og meðal þess besta og merkasta sem við eigum á þessu sviði.
Höfundur bókanna er Björn G. Björnsson leikmyndahönnuður. Þýðandi er Anna Yates. Þetta eru handhægar bækur með ríkulegu myndefni og stuttum texta og í hverri bók er kort sem sýnir staðsetningu þess sem fjallað er um ásamt gagnlegum upplýsingum. Hér er bætt úr brýnni þörf því lítið hefur verið um bækur af þessu tagi á markaðnum, áherslan hefur verið á landið og náttúruna. Bækurnar eru fáanlegar bæði á íslensku og ensku.