Flokkar:
Höfundur: Birgitta Haukdal
Hin lífsglaða Lára hefur sérstaklega gaman af að læra eitthvað nýtt. Bangsinn Ljónsi fylgir henni hvert fótmál og saman spreyta þau sig á ýmsum verkefnum.
Á heitum sumardegi fer Lára í heimsókn til afa og ömmu Atla vinar síns. Þau eru bændur sem hafa gert upp gamlan torfbæ fyrir ferðamenn.
Í sveitinni er margt forvitnilegt að sjá og dýravinurinn Lára nýtur þess að hjálpa til.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 12 mínútur að lengd. Höfundur les.