Lærðu að syngja - Söngnámskeið fyrir börn og unglinga

1

Nánari Lýsing

Söngnámskeið fyrir stúlkur og drengi á aldrinum 8-12 ára og 13-16 ára. Skipt er í hópa eftir aldri. Hvert námskeið stendur yfir í 4 daga og kennt er tvo tíma í senn, alls 8 klst. (frá mánudegi - fimmtudags). Í boði eru tímar frá kl. 10:00-12:00 fyrir 8-12 ára og kl. 13:00-15:00 fyrir 13-16 ára. 
Fullt verð á námskeiði (4 dagar): 29.900 Tilboðsverð 19.900. 
Í boði eru eftirfarandi vikur og tímar fyrir og eftir hádegi. Hægt er að velja eina eða fleiri vikur með því að smella á kaupa takkann.

1. Fyrsta vika 10. - 13. júní 
2. Önnur vika 16. -20. júní (ekki er kennt 17. júní , föstudagurinn 20.06. kemur í stað) 
3. Þriðja vika 23. - 26. júní 
4. Fjórða vika 30. - 4 júlí
 
Vocal-lisa hefur nú flutt starfsemi sína til Íslands. Kennsla er nú þegar hafin í Hafnarfirði. Boðið er upp á söngtíma fyrir einstaklinga og hópa. Hér hafa allir aldurshópar, byrjendur sem og lengra komnir tækifæri til að læra að syngja. Áherslan er á ,,Complete Vocal Technique” en sú söngtækni er byggð á hátt í 30 ára rannsóknarvinnu á öllum söngstílum. Í söngtímum hjá Vocal-lisa er nemendum kennt að nota röddina á eins heilbrigðan hátt og mögulegt er. Söngtæknin ,,Complete Vocal Technique” byggist á þeirri hugsun að það að syngja sé auðvelt og þar af leiðandi geti allir lært það, bætt sig tæknilega, náð tökum á túlkun og á sama tíma haft gaman að.

Fyrir hverja?

• Einstaklinga og hópa á öllum aldri
• Byrjendur og lengra komna
• Söngkennara, tónlistarkennara og kórstjóra
• Leikara og dansara sem þurfa einnig að syngja
• Leikskólakennara og kennara
• Tónlistarskóla og leiklistarskóla 

Meðal þess sem kennari fer yfir með nemendum er :

• Söngtækni
• Túlkun
• Hljóðnematækni 
• Sviðsframkoma 
 
Um söngkennarann:

Elísabet Ólafsdóttir (Lísa) er söngkona og söngkennari Vocal-lisa á Íslandi. Hún útskrifaðist með burtfararpróf frá Söngskólanum í Reykjavík og er með diplómu frá “The Associated Board of The Royal Schools of Music”. Eftir útskrift hélt hún til New York þar sem hún lærði klassískan söng hjá Lorraine Nubar. Elísabet stundaði nám við “The Conservatory of Luxembourg” í eitt ár með það að markmiði að kynnast jazzsöng og ,,improvisation”. Auk þessa hefur hún lokið eins árs söngvaranámi 
frá “The Complete Vocal Institute” í Kaupmannahöfn þar sem áherslan er á ,,Complete Vocal Technique”. Í dag stundar hún söngkennaranám við “The Complete Vocal Institute” í Kaupmannahöfn og mun útskrifast þaðan vorið 2015. 
Fyrirspurnir um einkatíma berist á [email protected] 

Hér má sjá ummæli fyrrum nemenda og foreldra Vocal-lisa: http://www.vocal-lisa.com/umsagnir-nemendaforeldra/

Vocal-lisa á fb: www.facebook.com/vocallisa

  Smáa Letrið
  •  Í boði eru eftirfarandi vikur og tímar fyrir og eftir hádegi.
  • Valin er vika þegar smellt er á kaupa takkann. Og gildir tilboðið aðeins þá viku sem valin er við kaup. 
  • Hægt er að kaupa fleiri en eina viku.
  • Fyrsta vika 10.- 13. júní  
  • Önnur vika 16.-20. júní 
  • Þriðja vika 23- 26. júní 
  • Fjórða vika  30- 4 júlí
  • Áframsendu inneignarmiðann á  [email protected] 
   ásamt upplýsingum um nema og símanúmeri. 

  Gildistími: 09.06.2014 - 03.07.2014

  Notist hjá
  Vocal-Lisa Flatahraun 21 220 Hafnarfjörður

  Vinsælt í dag