Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Edgar Allan Poe

[removed]Loksins á íslensku! Myndarlegt úrval af kvæðum og sögum þessa brautryðjanda vestrænna nútímabókmennta, sannkölluð stórbók með þýðingum frá fyrri tíð, en líka glænýjum þýðingum eftir marga kunna þýðendur. Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur ritar ítarlegan inngang um höfundarverkið og þýðingarnar. Hér koma saman á bók kvæði og sögur úr smiðju margra þýðenda frá fyrri tíð, auk þess sem bætt er við nýju efni til að gefa sem besta mynd af skáldskap meistarans. Meðal eldri þýðinga eru Svarti kötturinn og Hjartslátturinn í þýðingu Þórbergs Þórðarsonar, Hrafninn í rómuðum þýðingum Einars Benediktssonar og Þorsteins frá Hamri, Í röstinni í þýðingu Málfríðar Einarsdóttur og Draumaland í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Nýir þýðendur kvæða og sagna eru Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Ástráður Eysteinsson, Elísa Björg Þorsteinsdóttir, Jón Karl Helgason, Rúnar Helgi Vignisson og Sjón.
5.690 kr.
Afhending