Kuldameðferð - 5 eða 10 tíma kort í kuldameðferð hjá Greenfit

Veldu um fimm eða tíu skipta kuldameðferð hjá Greenfit og finndu fyrir jákvæðum áhrifum á líkama og sál.

Nánari Lýsing

Veldu um fimm eða tíu skipta kuldameðferð hjá Greenfit og finndu fyrir jákvæðum áhrifum á líkama og sál.


Kuldameðferð (e. cryotherapy) getur haft margvísleg góð áhrif á heilsu og líðan. Rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi kuldameðferðar fyrir bætta andlega heilsu, minni verki og bólguhömlun. Einnig er talið að meðferðin geti gagnast við mígreni og gigtarverkjum.

Eitt erum við alveg viss um... okkur líður aldrei betur og höfum meiri orku en eftir hressandi kuldameðferð.

Hvað er kuldameðferð?
Cryotherapy eða kuldameðferð þýðir einfaldlega meðferð í miklum kulda. Hún fer fram í klefa sem er kældur niður í -140°C og meðferðin varir í 2-4 mínútur.

Af hverju ætti ég að fara í kuldameðferð?
Sýnt hefur verið fram á margvíslegan ávinning af kuldameðferð. Flestir finna strax fyrir jákvæðum áhrifum á borð við vöðvaslökun, hressandi áhrif, orkuaukningu og frískleika.

Kuldameðferðin getur aukið losun endorfíns í líkamanum og þar með gefið okkur aukna vellíðan og orku. Áhrifanna gætir yfirleitt í 6-8 klst eftir meðferð. Margir finna einnig fyrir bættum svefngæðum eftir kuldameðferð.

Önnur viðurkennd áhrif af kuldameðferð eru til að mynda:

  • Dregur úr höfuðverkjum af völdum mígreni
  • Dregur úr verkjum af völdum bólgusjúkdóma svo sem gigtarsjúkdóma
  • Getur haft jákvæð andleg áhrif og dregið úr áhrifum þunglyndi og kvíða
  • Getur haft jákvæð áhrif á bólgutengda húðsjúkdóma
  • Getur stuðlað að þyngdartapi í gegnum örvun á hitamyndun í kjölfar kuldameðferðar.


Þarf ég að fara í sturtu fyrir og eftir kuldameðferð?
Nei, það er ekki þörf á því. Kuldameðferðin fer fram í þurrum klefa og þú hvorki svitnar né blotnar.

Hverju ætti ég að klæðast í kuldameðferð? Mælt er með sundfatnaði eða nærfatnaði í kuldameðferðinni. Gott er að vera í inniskóm og vettlingum og hvoru tveggja færðu á staðnum hjá okkur. Taka skal skartgripi og úr af áður en farið er í meðferðina. Mikilvægt er að bæði einstaklingurinn og fatnaður séu þurr þegar farið er í meðferðina.

Hversu oft get ég farið í kuldameðferð? Það er hægt að fara í kuldameðferð án áhættu allt að tvisar sinnum á dag en mælt er með 2-3 í viku. Sumt íþróttafólk fer allt að 5 sinnum í viku í kuldameðferð.

Hvað ætti ekki að fara í kuldameðferð?
Ófrískar konur, fólk með ómeðhöndlaðan háþrýsting, gangráð eða í krabbameinsmeðferð ætti ekki að fara í kuldameðferð. Aðrar frábendingar fyrir kuldameðferð eru nýlegir blóðtappar, brjóstverkur, grunur um hjartavandamál, hiti, almenn veikindi og opin sár. Að auki ætti ekki að nota kuldameðferð undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa.

Gildistími: 25.03.2023 - 31.08.2023

Notist hjá
Greenfit ehf Dalvegur 16b 201 Kópavogur

Vinsælt í dag